Vogar, Vogavík
Pramminn er frá 1944 var hluti af færanlegri höfn bandamanna við innrásina í Normandy í Frakklandi. Tilgangurinn var að auðvelda hraða uppskipun hergagna og herliðs úr stórum herskipum sem ristu djúpt og komust ekki nær. Eftir stríðið keypti íslenskur athafnamaður Óskar Halldórsson, nokkra pramma og lét draga hingað til landsins. Prammarnir voru notaðir í hafnargerð, þeim var sökkt og fylltir grjóti og steypu. Þessi slitnaði aftan úr skipi og rak uppí fjöru við Vogar.
Tekið af skilti í fjörunni.